Skilmálar
Skilmálar þessir gilda fyrir fyrirtækjaviðskiptakort Skeljungs ehf. („Viðskiptakort“). Skilmálar þessir teljast samþykktir við fyrstu notkun á Viðskiptakorti Skeljungs.
Umsókn og útgáfa
Skeljungur ehf., kt. 630921-201, Skútuvogi 1, 105 Reykjavík, gefur út Viðskiptakort. Hægt er að sækja um Viðskiptakort með því að senda póst á adstod@skeljungur.is eða hringja í síma 444-3000.
Almennt um Viðskiptakort
- Viðskiptakort er eign Skeljungs en meðferð og notkun þess er á ábyrgð handahafa Viðskiptakorts.
- Viðskiptakort er ætlað til úttekta á stöðvum Orkunnar Skeljungs sem og í verslunum samstarfsaðila og í tengslum við aðrar vörur og þjónustu sem Skeljungur / Orkan býður upp á eða hefur milligöngu um.
- Skráður handhafi Viðskiptakorts skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir sem framkvæmdar eru með kortinu, hvort sem þær eru í þágu handhafans eða þriðja aðila, með eða án vitneskju skráðs handhafa.
- Vilji handhafi Viðskiptakorts hætta við dælingu skal byssa valinnar afgreiðsludælu tekin úr slíðrinu og sett kyrfilega aftur í slíðrið. Sé hins vegar ekkert aðhafst lokast dælan sjálfkrafa eftir 1,5-3 mínútur. Handhafi Viðskiptakorts ber áhættuna af því að þriðji aðili hefji ekki dælingu á meðan.
- Viðskiptakort er sent heim að dyrum, viðskiptavini að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að rétt heimilisfang sé skráð við umsókn um Viðskiptakort.
Sérkjör
- Handhafar viðskiptakorta njóta ýmissa sérkjara, um er að ræða afsláttur af listaverð eldsneytis og afsláttur bílatengdum vörum
- Listaverð eldsneytis gildir ekki á verðlægstu stöðvum Orkunnar. Handhafar viðskiptakorta þurfa að kynna sér hvaða stöðvar teljast verðlægstar, samkvæmt ákvörðun hverju sinni. Viðskiptamenn verða upplýstir ef ný stöð verður síðar skilgreind sem verðlág stöð, og ef núverandi stöðvar teljast ekki lengur sem slíkar.
Breytingar á tengiliðaupplýsingum
Handhafi Viðskiptakorts skal tilkynna breytingar á aðsetri, símanúmeri og tölvupóstfangi til Skeljungs á adstod@skeljungur.is eins fljótt og hægt er til að tryggja að viðeigandi upplýsingar berist honum eftir eðlilegum leiðum. Um meðferð slíkra persónuupplýsinga vísast til persónuverndarstefnu Skeljungs sem nálgast má á heimasíðu Skeljungs og Orkunnar.
Týnt Viðskiptakort
Glatist Viðskiptakort skal tilkynna það án tafar með tölvupósti á adstod@skeljungur.is eða í síma 444-3000 á skrifstofutíma. Utan skrifstofutíma skal hringt í símanúmerið 444 3024.
Athugaðu að handhafi Viðskiptakorts ber fulla ábyrgð á öllum úttektum.
Skilmálabreyting
Skeljungur áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði handhafa Viðskiptakorts tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til viðskiptavina og/eða birting á vefsíðu Skeljungs telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að handhafi Viðskiptakorts hafi samþykkt breytinguna ef hann notar Viðskiptakort eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.
Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim er heimilt að reka mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.
Gildistími skilmála
Skilmálar þessir gilda frá 1.júní 2024.