SKILMÁLAR

1.      Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vörum á vefsvæðinu verslun.skeljungur.is. Eigandi vefverslunarinnar er Skeljungur ehf., kt. 630921-2010, Skútuvogur 1, 104 Reykjavík („Skeljungur“).

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Skeljungs annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Skilmálar þessir teljast samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

Vefverslunin er eingöngu fyrir viðskiptamenn Skeljungs sem eiga í reikningsviðskiptum við félagið. 

„Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um lausafjárkaup nr. 50/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. 

 

2.       Upplýsingar og verð

Verð á vefverslun Skeljungs eru án sérkjara viðskiptamanna, gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Verð geta breyst án fyrirvara. 

Skeljungur áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Skeljungur mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

 

3.       Persónuvernd

Persónuverndarstefnu Skeljungs má finna inni á heimasíðu Skeljungs: www.skeljungur.is

 

4.       Pöntun og afhending

Pöntun er bindandi þegar kaupandi hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Skeljungur er skuldbundið til að afgreiða pöntunina svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur er um að brögð séu í tafli, s.s. fölsun persónuupplýsinga, og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar.

Skeljungur sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti kaupandi að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við pöntun.

Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá Skeljungi sem hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem Skeljungur bauð upp á.

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings.

Skeljungur sér um heimsendingar innan höfuðborgarsvæðisins og gildir eftirfarandi um þær sendingar:

-          Ekki er hægt að óska eftir ákveðnum tíma innan aksturslotu Skeljungs

-          Ef bílstjóri telur sig ekki geta afhent vöruna t.d. vegna hindrana eða vegna þess að aðgengi er ábótavant tekur hann vöruna tilbaka

Heimsendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru framkvæmdar af þriðja aðila og ábyrgist Skeljungur ekki ef seinkun á afhendingu á sér stað. 

Skeljungur afhendir vörur einungis innan Íslands.

 Ef afhendingu seinkar mun Skeljungur tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvöru ef að varan er uppseld.

 

5.       Yfirferð á vöru

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina skal hann, án ótilhlýðilegrar tafar, kanna hvort allar pantaðar vörur hafi verið afhentar, hvort þær séu ógallaðar og að ástand þeirra og eiginleikar sé í samræmi við upplýsingar Skeljungs.

Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu, ef við á.

Ef kaupandi telur að vara sé gölluð skal hann tilkynna það til Skeljungs án ótilhlýðilegrar tafar.

 

6.       Skilaréttur

Kaupandi getur skilað vöru keypta af Skeljungi innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Við skil á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum. 

Skeljungur áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé í lagi, þó innan eðlilegra tímamarka. Skeljungur áskilur sér rétt til þess að koma í veg fyrir alla misnotkun á 14 daga skilarétti.

 

7.       Réttur við galla 

Ef kaupandi telur að vara sé gölluð ber honum að tilkynna Skeljungi um það án ástæðulauss dráttar og með sannanlegum hætti. Sama gildir ef það skortir að allar pantaðar og greiddar vörur hafi verið afhentar. Tilkynning skal send með tölvupósti til Skeljungs. 

Um frest kaupanda til að tilkynna um galla og úrræði hans fer eftir ákvæðum laga um neytendakaup ef notandi er neytandi en að öðrum kosti samkvæmt lögum um lausafjárkaup.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka hvort að varan sé gölluð.

 

8.       Ábyrgð

Skeljungur ber ekki sérstaka ábyrgð á vörum í vefverslun nema slíkt sé sérstaklega tekið fram í upplýsingum um vörur. Ef ábyrgðaryfirlýsingar eru gefnar er þeim ætlað að veita kaupanda betri rétt en hann kann að eiga samkvæmt lögum um neytendakaup eða lausafjárkaup eftir atvikum. 

 

9.       Eignarréttur

Seldar vörur eru eign Skeljungs þar til kaupverð er greitt að fullu. 

 

10.   Úrlausn ágreiningsmála

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. 

Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

 

11.   Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá og með 01.07.2021

Skeljungur áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu Skeljungs telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.